Buðu starfsfólki heilsugæslunnar í mat

Þóra Pétursdóttir hjá Heilsugæslu Garðabæjar sést hér taka við matargjöfinni …
Þóra Pétursdóttir hjá Heilsugæslu Garðabæjar sést hér taka við matargjöfinni frá Mathúsi Garðabæjar. Ljósmynd/Aðsend

Veitingahús eru að bregðast við breyttum aðstæðum með ýmsum hætti og er óhætt að segja að úrvali og þjónustan hafi aldrei verið betri. Facebook hópurinn Veitingastaðir sem senda heim sem við hér á Matarvefnum settum upp hefur gefið veitingahúsum og velunnurum þeirra tækifæri á að setja á einn stað hvar er opið og hvaða þjónusta er í boði.

Við höfum líka heyrt fréttir af því þegar veitngastaðir hafa lagt hönd á plóginn eins og gerðist í vikunni þegar Mathús Garðabæjar bauð starfsfólki heilsugæslunnar í Garðabæ að taka með sér take-away í tvígang.

Að sögn aðstandenda Mathúss Garðabæjar var þetta þeirra framlag og gert til að þakka fyrir þeirra frábæra framlag og fyrir að standa í eldlínunni. „Heilbrigðisstarfsfólk er undir gríðarlegu álagi og það minnsta sem við gátum gert var að bjóða þeim upp á góðan mat," segir Steindór Þórisson, markaðsstjóri veitingastaðarins.

Aðspurður segir Steindór að Mathús Garðabæjar sé þessa dagana að leggja lokahönd á netverslun til að geta boðið upp á snertilaust pöntunar- og greiðsluferli. Staðurinn sé opinn og jafnframt sé boðið upp á take-away.

Systurstaður Mathúss Garðarbæjar er svo Reykjavík Meat en að sögn Steindórs er ennþá opið þar auk þess sem boðið er upp á take-away og heimsendingar.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman