Svona er einfaldast að þrífa sófann

Sófinn er uppáhaldsstaður fjölskyldunnar og þarf endrum og sinnum að …
Sófinn er uppáhaldsstaður fjölskyldunnar og þarf endrum og sinnum að vera þrifinn almennilega. mbl.is/Colurbox

Hvort sem um matarleifar eða rauðvínsblett að ræða eru þetta allra bestu ráðin til að þrífa sófann.

Sófinn er mublan á heimilinu þar sem fjölskyldan safnast saman yfir góðri ræmu í sjónvarpinu eftir annasaman dag. En sófinn er líka staðurinn þar sem við borðum og drekkum, og það segir sig sjálft að hann safnar bakteríum.

Ryksugaðu sófann vandlega

Byrjaðu á því að nota ryksuguna til að fjarlægja allt yfirborðs-snarl úr sófanum, eins og snakk frá síðasta eurovisionpartíi og hár, það er nóg af þeim í sófanum. Taktu alla lausa púða og pullur og þrífðu undir þeim líka. Ef gæludýr er á heimilinu er ráð að draga fram fatarúllu og rúlla aðeins yfir sófann, fyrst við erum byrjuð á þessu á annað borð.

Notaðu gufuhreinsi

Það getur verið snjallræði að nota gufuhreinsi á sófann, því með slíkri græju nærðu að þrífa hann án þess að nota sterk hreinsiefni. En gufuhreinsi má nota á svo mörgum öðrum stöðum á heimilinu líka, t.d. á gólfið eða á helluborðið, flísarnar inni á baði og svona mætti lengi telja.

Ekki gleyma fótunum

Sófafætur eru eins misjafnir og þeir eru margir. Mundu að þetta er líka staður sem þarf að þrífa á sófanum.

Fjarlægðu bletti

Það eru margar leiðir til að þrífa bletti úr sófanum. Þú getur notað sulfo blandað saman við 2 lítra af vatni, nuddað léttilega blettinn upp úr blöndunni þar til hún byrjar að freyða. Önnur aðferð er að blanda saman 1 lítra af vatni og 2 dl af salmíakspiritus (ammoníak, 8%). Prófaðu þig áfram á lítt sýnilegum bletti áður en þú ræðst í að þrífa allan sófann upp úr blöndunni. Passið líka að lofta vel út í því rými sem sófinn er.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Poppát í sófanum yfir góðri mynd er klassískt.
Poppát í sófanum yfir góðri mynd er klassískt. mbl.is/Colurbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert