Einfalt og ómótstæðilegt kjúklinga-fajitas

Ljósmynd/Linda Ben

Við köllum þennan rétt einfaldan og ómótstæðilegan því hann er svo bragðgóður að maður hreinlega gæti grátið. Íslendingar elska sinn Mexíkó-mat og þessi uppskrift stendur fyrir sínu. Það er engin önnur en Linda Ben sem á þessa uppskrift skuldlaust.

Einfalt og fljótlegt kjúklinga-fajitas

  • 4 útbeinuð kjúklinglæri
  • 1 rauð paprika
  • 1 gul paprika
  • 1 rauðlaukur
  • Taco-kryddblanda
  • Ferskt kóríander
  • Lime
  • 6 stk. litlar vefjur
  • Guacamole
  • Sýrður rjómi

Aðferð:

  1. Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  2. Skerið kjúklinginn smátt niður, setjið vel af taco:kryddblöndu yfir og raðið á ofnplötu.
  3. Skerið laukinn og paprikurnar í sneiðar, setjið á ofnplötuna, hrærið allt vel saman og bakið inn í ofni í 20-30 mín. eða þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn (tími fer eftir stærð kjúklingabitanna).
  4. Setjið vefjur í álpappír og hitið þær inn í ofni á meðan kjúklingurinn eldast.
  5. Berið fram með guacamole, sýrðum rjóma, lime og fersku kóríander.

Guacamole

  • 2 avocadó
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tómatur
  • Salt og pipar
  • Safi úr ½ lime

Aðferð:

  1. Stappið avocadóið með gaffli, pressið hvítlauksrifið í gegnum hvítlaukspressu út í avocadó stöppuna, skerið tómatinn smátt niður og bætið út í.
  2. Blandið öllu vel saman, kreystið ½ lime út í og kryddið til með salti og pipar eftir smekk.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl.

Ljósmynd/Linda Ben
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert