Sviðsettu brúðkaup með 115 súkkulaðikanínum

Það er ekkert grín að sitja uppi með 115 súkkulaðikanínur …
Það er ekkert grín að sitja uppi með 115 súkkulaðikanínur þegar brúðkaupinu þínu er frestað. mbl.is/thaispicytravel/@thaispicybangkok

Þegar brúðkaupinu þínu er frestað út af kórónuvírusnum er ekkert annað í boði en að gera það besta úr stöðunni – eins og að sviðsetja brúðkaup með súkkulaðikanínum.

Frankie og Mark eru ein af þeim sem hafa þurft að fresta brúðkaupinu sínu um óákveðinn tíma vegna ástandsins í heiminum í dag. Sem skildi þau eftir með 115 Lindt-súkkulaðikanínur, sem áttu að vera gjöf til allra gestanna.

Að sjálfsögðu voru þau miður sín að þurfa fresta brúðkaupinu en ákváðu að slá á létta strengi þar sem þau eru í samgöngubanni eins og aðrir í Bretlandi. En of mikill tími heima fyrir fær fólk til að hugsa alls kyns vitleysu.

Þau stilltu upp súkkulaðikanínunum víðsvegar um húsið og tóku myndir. Fyrst má sjá „parið“ játast hvort öðru í návist kanína. Því næst fara þau um borð í skip á leið í brúðkaupsferð. Eftir það er kanínunum raðað upp við ýmsar aðstæður, þá ýmist með klósettrúllum, utandyra í jóga og á ólympíuleikum svo eitthvað sé nefnt. En það er nokkuð ljóst að fólki leiðist alls ekki í samgöngubanni.

Brúðhjónin á leið í siglingu.
Brúðhjónin á leið í siglingu. mbl.is/thaispicytravel/@thaispicybangkok
Klassísk klósettrúllumynd með beint skot á Covid-19.
Klassísk klósettrúllumynd með beint skot á Covid-19. mbl.is/thaispicytravel/@thaispicybangkok
mbl.is/thaispicytravel/@thaispicybangkok
mbl.is/thaispicytravel/@thaispicybangkok
Ólympíuleikunum hefur ekki verið frestað miðað við þessa mynd.
Ólympíuleikunum hefur ekki verið frestað miðað við þessa mynd. mbl.is/thaispicytravel/@thaispicybangkok
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert