Töfrasprotinn sem kokkarnir elska

Ljósmynd/Bamix

Það eru nokkur heimilistæki sem eru svo sígild og mögnuð að matreiðslumenn líta á þau sem skyldueign. Gildir þá einu hvar þú ert í heiminum  tískan í matreiðsluheiminum er sú sama alls staðar; hvort sem það er japanskt stál eða amerískir undrablandarar.

Bamix-töfrasprotinn er eitt þessara tækja sem standa alltaf fyrir sínu. Við erum að tala um undratæki sem jafnar, hakkar, þeytir, hrærir, maukar og malar grænmeti, ávexti, kjöt, ís og ýmsa vökva.

Bamix-töfrasprotarnir hafa ekki breyst mikið síðustu 60 árin. Þeir voru fyrstu matvinnsluvélar sinnar tegundar árið 1954 þegar framleiðslan hófst í Sviss þar sem sprotarnir eru enn framleiddir. Í dag er Bamix kominn í nýtískulegri búning og margir fylgihlutir hafa bæst við. Þrátt fyrir að vera fyrirferðarlitlir er mótorinn mjög kraftmikill. Framleiðendur Bamix hika ekki við að lýsa því yfir að hann sé öflugasti töfrasprotinn á markaðnum.

Sem betur fer er hægt að kaupa töfrasprotana hér á landi en þeir fást í KOKKU. Nánar má lesa um þá HÉR.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Bamix
mbl.is