Einfaldasta brauðið til að baka heima

Vinsælt pottabrauð sem auðvelt er að gera - ekkert klístur …
Vinsælt pottabrauð sem auðvelt er að gera - ekkert klístur eða hnoð. mbl.is/Colourbox

Hér er uppskrift fyrir þá sem nenna ekki að bíða í marga tíma eftir að deigið hefist en vilja samt fá fullkomið og safaríkt brauð. Hér er ekkert klístur eða hnoð – bara einföld uppskrift að frábæru brauði bakað í steypujárnspotti.

Vinsælasta pottbrauðið (passar í 24 cm pott)

  • 25 g ger
  • ½ l volgt vatn
  • 3 tsk salt
  • 600 g hveiti – hér má skipta út 100 g með heilhveiti, spelti eða öðru sem þú vilt
  • 1 dl sólblómakjarnar – eins hægt að nota chiafræ, graskerskjarna, hörfræ eða annað

Aðferð:

  1. Leystu gerið upp í skál með vatni.
  2. Bættu restinni af hráefnunum saman við. Hrærðu saman með skeið. Settu hreint viskastykki yfir skálina og láttu standa í 1 tíma. Eftir 30 mínútur, settu þá pottinn (sem brauðið á að bakast í) tóman inn í ofn með lokinu á. Ofninn á að vera stilltur á 250°C.
  3. Þegar deigið hefur klárað að hefast – helltu því þá yfir í heitan pottinn og bakaðu með lokinu á í 35 mínútur. Lokið þá tekið af og látið bakast í nokkrar mínútur til viðbótar þar til brauðið hefur fengið gylltan lit.
  4. Hellið brauðinu úr pottinum og látið kólna á rist.
  5. Ef þú kýst að brauðið fái „ekta“ bakaraáferð geturðu stráð smá hveiti í botninn á pottinum og ofan á deigið sjálft, áður en þú bakar það.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert