Svona veistu hvort egg eru fersk eða gömul

mbl.is/Bonnier Publications A/S

Það getur vafist fyrir fólki hversu gömul eggin eru og þótt eggjabakkinn hafi verið keyptur á ákveðnum degi höfum við enga fullvissu fyrir því hvenær eggjunum var verpt. Best væri auðvitað ef eggin væru stimpluð með varpdegi en þar sem það tíðkast ekki er hér skotheld húsráð sem skera úr um aldur eggjanna.

Hristu eggið á meðan þú heldur því uppi við eyrað. Ef þú heyrir ekkert er eggið í góðu lagi. Ef þú heyrir aftur á móti „skvettu“-hljóð er eggið orðið of gamalt til að njóta þess. Hljóðið kemur þar sem loft hefur myndast og gefur eggjahvítunni pláss til að hreyfa sig undir skurninni.

Prófaðu að slá eggið út og skoða það. Ef hvítan hleypur langt út til hliðanna er eggið ekki nógu ferskt. Og ef rauðan er flöt og lekur auðveldlega út er eggið við það að verða gamalt. Rauðan á að vera loft- og fjaðurkennd ef þú ýtir léttilega á hana, þá er eggið ferskt.

Prófaðu að þefa af egginu, ef þú ert búinn að slá því út. Það fer ekkert á milli mála á lyktinni ef það er ónýtt.

Þú getur líka tekið klassísku aðferðina og sett heilt egg í skál eða glas með köldu vatni. Ef eggið sekkur á botninn og leggst á hliðina, er það ferskt. Ef það leggst á botninn en vísar upp er í lagi að borða það. Ef það flýtur uppi er best að fylgja því í tunnuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert