Skellti sér í brúðarkjólinn og hélt kaffiboð

Partý ársins! Eva Lafuey og dætur hennar héldu glæsilegt prinsessupartý …
Partý ársins! Eva Lafuey og dætur hennar héldu glæsilegt prinsessupartý í gær. Ljósmynd/Facebook

Í samkomubanninu er nauðsynlegt að finna upp á einhverju snjöllu til að dunda sér við og það gerði Eva Laufey Kjaran Hermannsdóttir svo sannarlega þegar hún ákvað að halda alvöru prinsessuboð með dætrum sínum.

Allar fóru þær í sitt fínasta púss og hjá Evu dugði ekkert minna en sjálfur brúðarkjóllinn. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd voru veitingarnar sérlega vandaðar eins og Evu einni er lagið enda vart hægt að halda prinsessuboð án þess að vera með lekkerar veitingar.

Hvort þetta fari að trenda skal ósagt látið en við vonum það svo sannarlega og biðjum ykkur þá að tagga okkur á myndina.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl.

Ljósmynd/Facebook
mbl.is