Svona geymist maturinn lengur

Hinn fullkomni ísskápur.
Hinn fullkomni ísskápur. Ljósmynd/Apartment Therapy

Ansi margir lúra á töluverðum matarbirgðum og þá er eins gott að vita hvernig best er að geyma matinn þannig að hann endist lengur. Hér eru nokkur gullslegin húsráð sem allir ættu að kunna.

Geymdu hveiti í frystinum. Ótrúlegt en satt þá er ekkert mál að geyma hveiti í frysti. Mundu bara að taka það út áður en þú bakar þar sem það þarf helst að ná stofuhita áður.

Geymdu gulrætur í krukku með vatni. Þær endast mun lengur þannig en hafðu þær eftir sem áður inni í ísskáp.

Settu rakan eldhúspappír utan um salat. Þegar þú kemur heim úr búðinni skaltu skola salatið vel, vefja það svo í rakan eldhúspappír og setja í kæli. Þannig endist það mun lengur.

Frystu brauðið. Hvort sem það er súrdeigsbrauð eða venjulegt. Skiptir engu. Hafðu það hins vegar í poka og taktu síðan bara út eftir þörfum.

Settu plastfilmu utan um stilkinn á banönum. Þá endast þeir umtalsvert lengur.

Vefðu ost inn í bökunarpappír eða vaxpappír. Hann endist lengur þannig. Allar gerðir osts.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert