Borgar mat fyrir heilt bæjarfélag í 12 vikur

Maður nokkur í Bretlandi býður heilu bæjarfélagi í mat alla …
Maður nokkur í Bretlandi býður heilu bæjarfélagi í mat alla föstudaga, næstu 12 vikurnar. mbl.is/Colourbox

Það þarf ekki nema eina manneskju til að gleðja marga. Gjafmildur borgari hefur keypt mat fyrir heilt bæjarfélag næstu 12 vikurnar.

Í Oxfordskíri í Bretlandi hefur ónafngreindur aðili ákveðið að borga mat fyrir 171 manns alla föstudaga næstu 12 vikurnar. Hann pantaði máltíðirnar frá Fox Inn pub og óskaði eftir að fá að halda nafni sínu leyndu. Íbúar bæjarfélagsins geta því gripið sér „take-away“ alla föstudaga næstu vikurnar og verður séð til þess að það verði ekki alltaf það sama á matseðlinum til að halda fjölbreytninni gangandi.

Viðkomandi sagðist vilja að fólk sæi hversu mikilvægir pöbbar geta verið í samfélaginu og ákvað að styrkja Fox Inn. Hann mun jafnframt lengja tímann á matargjöfunum ef til þess kemur að samgöngubannið þar ytra verður lengt.

Stephen Davidson, eigandi Fox Inn, mun standa vaktina að útbúa …
Stephen Davidson, eigandi Fox Inn, mun standa vaktina að útbúa mat fyrir íbúana í bænum. mbl.is/SWNS
mbl.is