Súpan sem gerir allt betra

Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir

Hér er á ferðinni bragðsterk og matarmikil súpa sem tekur um fimmtán mínútur að útbúa. Það er Berglind Hreiðars á Gotteri.is sem á heiðurinn af henni en hún segir að uppskriftin hafi komið sér skemmtielga á óvart því hún hafi ekki áður notað hakk í súpu. Það hafi hins vegar komið vel út og passað einstaklega vel með sterka tómatbragðinu.

Bragðmikil tómatsúpa

Fyrir 3-4 (mæli með að tvöfalda fyrir 4 eða fleiri)

  • 1 pakki Amerikansk Spicy Tomatsuppe frá TORO
  • 700 ml vatn
  • 200 ml rjómi
  • um 250 g nautahakk
  • ½ laukur
  • Bezt á flest-krydd
  • sýrður rjómi, kóríander, chili og vorlaukur
  • olía til steikingar

Aðferð:

  1. Saxið laukinn og steikið með hakkinu upp úr olíu, kryddið til með Bezt á flest-kryddi.
  2. Skerið niður chili og vorlauk og hafið kóríander og sýrðan rjóma til taks.
  3. Setjið vatn og rjóma í pott og hrærið súpuduftinu saman við, náið upp suðunni og leyfið síðan að malla á lágum hita í um 10 mínútur eða þar til súpan fer að þykkna, hrærið reglulega í henni á meðan.
  4. Hellið súpu í skál og toppið með hakki, sýrðum rjóma, kóríander, chili og vorlauk.
  5. Gott er einnig að bera súpuna fram með góðu brauði.
Ljósmynd/Berglind Hreiðarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert