Fyllti verslun með handsaumuðum matvörum

Breski listamaðurinn, Lucy Sparrow, er þekktust fyrir að búa til …
Breski listamaðurinn, Lucy Sparrow, er þekktust fyrir að búa til matartengda skúlptúra og þá eingöngu úr filti. mbl.is/@sewyoursoul

Breski listamaðurinn Lucy Sparrow er þekktust fyrir að búa til matartengda skúlptúra úr filtefni. Hún heldur sýningar úti um allan heim og matvörurnar hennar seljast eins og heitar lummur.

Sparrow hélt sýningu í Los Angeles þar sem hún stillti fram 31.000 „matvörum“ – og voru þær allar til sölu; allt frá kjúklingabringum yfir í osta og batterí svo eitthvað sé nefnt. Allir ávextir og grænmeti voru með ísaumuðum litlum andlitum en pakkamatur var merktur eins og vera ber í stútfullri verslun. Það hefur án efa verið gaman að rata þangað inn og láta freistast til að fá sér nýstárlega matvöru sem rennur aldrei út á dagsetningu.

Stórkostlega vel gert!
Stórkostlega vel gert! mbl.is/@sewyoursoul
Krúttlegar pakningar í hverri hillu. Allt merkt eins og á …
Krúttlegar pakningar í hverri hillu. Allt merkt eins og á að vera. mbl.is/@sewyoursoul
Heil verslun með saumuðum matvörum. Meira segja hraðbankinn er úr …
Heil verslun með saumuðum matvörum. Meira segja hraðbankinn er úr filt efni. mbl.is/@sewyoursoul
Allt grænmeti og ávextir eru með ísaumuðum augum.
Allt grænmeti og ávextir eru með ísaumuðum augum. mbl.is/@sewyoursoul
Enginn matarskortur í þessari verslun.
Enginn matarskortur í þessari verslun. mbl.is/@sewyoursoul
mbl.is