Ali býður öllum landsmönnum í bingó heima í stofu

Hjálmar Örn mun stjórna bingóinu af sinni alkunnu röggsemi.
Hjálmar Örn mun stjórna bingóinu af sinni alkunnu röggsemi. mbl.is/Ásdís Ásgeirsdóttir

Á morgun, þriðjudag býður Ali öllum sem bingóspjaldi geta valdið að taka þátt í glæsilegu bingói sem fram fer á Facebook og allir geta tekið þátt í heiman úr stofu. Hjálmar Örn skemmtikraftur mun stjórna herlegheitunum og miðað við áhugann nú þegar má leiða líkur að því að þetta gæti hreinlega orðið Íslandsmet í bingói.

Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn ætlar að stjórna þessu af mikilli röggsemi og er hætt við að hann þurfi að dæla út vinningum af töluverðum krafti miðað við troðna vinningaskrána. „Við hlýðum að sjálfsögðu Víði en þau hjá Ali vildu endilega reyna að leggja sitt af mörkum við að bjarga geðheilsu þjóðarinnar í dymbilvikunni,“ segir Hjálmar með bros á vör. Aðspurður  hvort vinkona hans Hvítvínskonan muni aðstoða hann við Bingóið svara hann sposkur: „Það er allt of snemmt að segja til um það. Hún er mikið ólíkindatól en það er algerlega óljóst á þessari stundu.“

Bingóið hefst kl. 19.30 á þriðjudaginn 7. apríl og það er til mikils að vinna. Meðal vinninga eru Weber-grill, iPad, gjafabréf á nokkra af glæsilegustu veitingastöðum landsins og margt, margt fleira. Það eina sem þarf að gera til að taka þátt er að sækja sér bingóspjald á bingo.ali.is og fylgjast með Facebook-síðu Ali, Ali Matvörur á morgun kl. 19.30 þaðan sem Hjálmar mun í beinni útsendingu draga út fjöldann allan af vinningum.

mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert