Ef þú færð ekki börnin til að borða þetta ...

Spaghettísnjókall og bangsabrauð er á meðal þess sem Helga Stentzel …
Spaghettísnjókall og bangsabrauð er á meðal þess sem Helga Stentzel býður fylgjendum sínum upp á á Instagram. mbl.is/Instagram/made_by_helga

Sumir eru listrænni en aðrir og það á sannarlega við um Helgu Stentzel sem sameinar tvennt af því sem hún elskar mest; mat og dýr.

Hún heldur úti síðunni @made_by_helga á Instagram með yfir 104 þúsund fylgjendur. Hér birtir Helga hreint út sagt frábærar myndir af krúttlegum dýrum sem hún býr til úr þeim mat sem hún finnur í ísskápnum hverju sinni. Við sjáum lítinn hvolp búinn til úr kálhausum, spagettísnjókall og bananafíl svo eitthvað sé nefnt. Nánast heilan dýragarð, og þá þann eina í heiminum sem mætti leggja sér til munns. Við mælum með að kíkja á síðuna hennar Helgu, því myndirnar eru dásamlegar.

Kálhausahvolpur er alveg nýtt fyrir okkur.
Kálhausahvolpur er alveg nýtt fyrir okkur. mbl.is/Instagram/made_by_helga
mbl.is/Instagram/made_by_helga
mbl.is/Instagram/made_by_helga
mbl.is/Instagram/made_by_helga
mbl.is/Instagram/made_by_helga
mbl.is