Svona notar þú klór í heimilisþrifin

Stundum er gott að grípa í klórbrúsann þegar þörf er …
Stundum er gott að grípa í klórbrúsann þegar þörf er á og taka góð heimilisþrif. mbl.is/Lauren Volo

Klór getur gert húsið þitt skínandi hreint og glansandi á ýmsa vegu. Klór fjarlægir lykt, sótthreinsar og er frábær á þá staði sem almennt erfitt er að þrífa. Hér eru fimm góð ráð um hvernig þú getur notað klór í heimilisþrifin.

Mikilvægt er að hafa í huga að ekki skal blanda öðrum efnum saman við klór.

Klósett og bað

Klór er bakteríudrepandi og því frábær þegar þú vilt hreinsa vel. Þetta á sérstaklega við þegar veikindi og veirur eru á heimilinu.
Aðferð: Blandaðu 1 dl af klór í 1 l af vatni. Þurrkaðu af baðkari, vaski og klósetti – og jafnvel flísum til að gera allt skínandi hreint.

Sturtuhengið

Ef sturtuhengið er verulega farið að láta á sjá skaltu prófa að þvo það upp úr klórvatni. En áður en þú tekur til hendinni ber að hafa í huga að klór er sterkt efni og getur haft áhrif á liti og munstur í sturtuhenginu.
Aðferð: Blandaðu 1 dl af klór í 1 l af volgu vatni. Láttu sturtuhengið liggja í blöndunni í um 15 mínútur og skolaðu á eftir upp úr hreinu vatni.

Mygla

Myglublettir gera oft vart við sig á ýmsum stöðum á heimilinu; á flísunum inni á baði, í gluggakörmum og veggjum. Hér geturðu notað klórblöndu til að fjarlægja þessa svörtu bletti, svo lengi sem ekki er um stærra vandamál að ræða.
Aðferð:
Blandið 1 dl af klór út í 5 l af vatni og þrífið þá staði sem myglan er byrjuð að setjast á.

Tuskur

Eldhústuskur geta lyktað það illa að ómögulegt er að þvo þær því það hefur ekkert upp á sig.
Aðferð: Fylltu bala með vatni og 1 dl af klór og leggðu tuskurnar í balann í sirka 30 mínútur. Skolaðu því næst tuskurnar og þvoðu. Og fyrst þú ert kominn í gang skaltu þrífa balann í leiðinni.

Ruslafatan

Við vitum að það safnast alls kyns matarleifar í ruslafötuna og í raun í ruslaskápinn allan. Ruslapokinn getur byrjað að leka og stundum virkar einfaldlega ekki að þvo fötuna upp úr sápuvatni. Enn ein ástæða til að nota klór í þrif.
Aðferð: Fylltu ruslafötuna með vatni og settu 1-2 dl af klór út í. Láttu standa í hálftíma og skolaðu því næst með hreinu vatni.

mbl.is/Colourbox
mbl.is