Jarðarberjamúffur með marsípani og glassúr

Múffur fylltar með marsípani og toppaðar með glassúr og jarðarberjum.
Múffur fylltar með marsípani og toppaðar með glassúr og jarðarberjum. mbl.is/Colourbox

Það stórkostlega við múffur er að þær finnast í óteljandi útgáfum – stórar, litlar, með kremi, fylltar o.s.frv. Hér er auðveld og girnileg uppskrift sem dregur hugann nær sumrinu.

Jarðarberjamúffur með marsípani og glassúr

  • 125 g smjör
  • 2 egg
  • 1½ dl sykur
  • 1½ dl hveiti
  • 2 tsk. vanillusykur
  • 1½ tsk. lyftiduft
  • ¼ tsk. salt

Fylling:

  • 100 g marsípan
  • 12 jarðarber

Glassúr:

  • 6 eggjahvítur
  • 4 dl flórsykur
  • 12 lítil jarðarber

Aðferð:

  1. Stillið ofninn á 200°C.
  2. Bræðið smjörið í potti og pískið egg og sykur saman í skál.
  3. Blandið hveiti, vanillusykri, lyftidufti og salti saman í skál.
  4. Setjið þurrefnin og eggjablönduna saman og pískið.
  5. Hellið smjörinu út í og haldið áfram að píska.
  6. Setjið 12 muffinsform í bökunarform sem tekur 12 stórar múffur. Skiptið deiginu jafnt á milli formanna.
  7. Skerið marsípanið í 12 skífur og stingið einni ofan í hvert form. Setjið eitt jarðarber í deigið.
  8. Bakið í 15 mínútur. Takið út og látið alveg kólna.
  9. Þeytið flórsykurinn smátt og smátt saman við eggjahvíturnar þar til þú hefur fengið „fastan“ glassúr.
  10. Setjið glassúrinn ofan á kökurnar og skreytið með jarðarberjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert