Kjötbollurnar sem sagðar eru stórkostlegar

Ljósmynd/Tinna Alavis

Áhugi ritstjórnar matarvefjarins er mikill enda eru kjötbollur algjörlega frábær matur og mögulega dáldið vanmetinn meðal matarspekúlanta. Hvað er það eiginlega sem gerir hina fullkomnu kjötbollu? og af hverju er ritzkex svona vinsælt?

Við vitum ekki alveg svarið en hér kemur snilldaruppskrift frá Gott í matinn sem við mælum heilshugar með.

Kjötbollur með mozzarella og basilíku

4 skammtar

 • 1 pakki nautahakk
 • 3 stk. egg
 • 1 stk. laukur
 • 4 stk. hvítlauksgeirar
 • 1 poki rifinn mozzarella frá Gott í matinn
 • 1⁄2 pakki ritzkex
 • 50 g íslenskt smjör
 • fersk basilíka
 • salt og pipar
 • hamborgarakrydd

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 150°C blástur.
 2. Kryddið hakkið með grófu salti, svörtum pipar og hamborgarakryddi.
 3. Setjið lauk, hvítlauk og basilíku í matvinnsluvél.
 4. Bætið krydduðu hakkinu, ritzkexi og eggjunum út í matvinnsluvélina og blandið vel saman þar til allt er orðið eins og kjötfars.
 5. Í lokin er mozzarellaostinum blandað saman við.
 6. Hitið smjörið á djúpri pönnu.
 7. Útbúið meðalstórar bollur og brúnið á miðlungshita.
 8. Setjið pönnuna síðan inn í ofn í 15 mínútur áður en þið berið þær fram.
 9. Ef pannan má ekki fara inn í ofn þá er hægt að nota eldfast mót.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Tinna Alavis
mbl.is