Svona frískar þú upp á baðherbergið

Veggfóður inn á baðherbergi er einstaklega smart.
Veggfóður inn á baðherbergi er einstaklega smart. mbl.is/Pinterest

Þar sem allir eru í tiltektargír þessa dagana með hækkandi sól í samkomubanni – þá er baðherbergið eitt af þeim rýmum sem eflaust þurfa á yfirhalningu að halda.

Ef þig vantar innblástur í að gera geggjaða breytingu fyrir baðherbergið sem mun alltaf koma þér í gott skap þá ertu á réttum stað, því veggfóður er ótrúlega smekklegt og þá sérstaklega inn á lítil baðrými. Og því skrautlegra sem veggfóðrið er því skemmtilegra er það. Það eru margar verslanir hér á landi sem selja skemmtilegt veggfóður og veita faglega aðstoð um hvernig sé best að bera sig að. Það er því ekki eftir neinu að bíða – bara velja litskrúðugt veggfóður og fá splunkunýtt baðherbergi fyrir páska.

Blómamunstur sem aldrei fyrr.
Blómamunstur sem aldrei fyrr. mbl.is/Pinterest
Suðræn stemning inn á þessu baðherbergi.
Suðræn stemning inn á þessu baðherbergi. mbl.is/Pinterest
Hver elskar ekki flamingo?
Hver elskar ekki flamingo? mbl.is/Pinterest
Dökkt veggfóður og gyllt blöndunartæki inn á þessu litla baðrými …
Dökkt veggfóður og gyllt blöndunartæki inn á þessu litla baðrými - kemur ótrúlega vel út. mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is