Fáðu páskalærið sent heim að dyrum

Ljósmynd/Fiskfélagið

Við lifum á undarlegum tímum þar sem bestu veitingahús landsins eru farin að senda matinn í heimahús og venjulegir hversdagskokkar geta nú galdrað fram stórbrotnar máltíðir heima fyrir með aðstoð færustu mareiðslumanna landsins.

Staðirnir sem bjóða upp á slíka þjónustu eru fjölmargir og hægt er að nálgast flesta þeirra hér: Veitingastaðir sem senda heim.

Meðal staða sem eru með sérstakar páskamáltíðir er Fiskfélagið, sem býður upp á páskamáltíðina í heimsendingu. Við hvetjum borgarbúa til að nýta sér þjónustu veitingahúsa sem mörg hver róa lífróður þessi dægrin í kjölfar samkomubanns og heimsfaraldurs.

Ljósmynd/Fiskfélagið
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman