Tóku eldhúsið í húsbílnum í gegn með tilþrifum

Eins og sjá má voru breytingarnar ekkert svakalegar en skiluðu …
Eins og sjá má voru breytingarnar ekkert svakalegar en skiluðu miklu. Hér er búið að hvítmála alla innréttinguna og veggi. Ljósmynd/TheKitchn

Við elskum þegar fólk tekur eldhúsið hjá sér í gegn og umbreytir því algjörlega án þess að kosta miklu til. Í þessu tilfelli erum við að tala um eldhús í húsbíl sem var ekki einu sinni komið til ára sinna en eigendurnir vildu engu að síður uppfæra það örlítið  og reyndar bílinn allan.

Hér gefur að líta útkomuna, sem er alveg hreint geggjuð eins og sjá má.

Þeim sem vilja sjá fleiri myndir af herlegheitunum er bent á að smella HÉR.

Heimild: The Kitchn

Ósköp venjulegt eldhús sem var ekki að skora nein stig.
Ósköp venjulegt eldhús sem var ekki að skora nein stig. Ljósmynd/TheKitchn
mbl.is