Vinsæla hnetusteikin loks komin í verslanir

Ljósmynd/Aðsend

Þau gleðitíðindi berast að uppáhalds hnetusteik ansi margra sé loksins komin í verslanir. Steikin er framleidd hjá Kaja Organics og hefur hingað til eingöngu verið seld í Matarbúri Kaju og Cafe Kaju á Akranesi.

Að sögn Karenar Jónsdóttur, sem á og rekur Kaju-veldið, kemur steikin upphaflega frá Kristínu Kolbeins sem eftirlét hana þegar hún hætti rekstri á Silfu. „Við höfum gert smá breytingar á henni til að hún sé lífræn. Venjulega höfum við kartöflur í steikinni en þar sem lífrænar kartöflur fást ekki í dag, þar sem uppskeran er búin, notuðum við örvarrót til að binda hana saman.“

Karen segir nauðsynlegt að hafa góða sósu með. „Ég mæli með rjómasósu með íslenskum lerkisveppum eða kókosmjólk í stað rjóma fyrir þá sem eru vegan eða hafa mjólkuróþol,“ segir Karen en steikin er jafnframt glútenlaus.

Hnetusteikin er forelduð og tilbúin í ofninn. Hún fæst í Melabúðinni, Nettó, Netverslun Nettó, Frú Laugu, Vegan búðinni og Fisk Kompaní Akureyri.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Aðsend
Karen Jónsdóttir er konan á bak við Kaju.
Karen Jónsdóttir er konan á bak við Kaju. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert