Skúbb setur íspáskaegg á markað

Ísegg frá Skúbb verða framleidd í takmörkuðu upplagi.
Ísegg frá Skúbb verða framleidd í takmörkuðu upplagi. Ljósmynd/Skúbb

Ísgerðin Skúbb á Laugarásvegi 1 byrjar í dag að bjóða upp á íspáskaegg sem koma í mjög takmörkuðu upplagi.

„Íspáskaeggin okkar eru handgerð og einstök. Það er frægi vanilluísinn okkar í eggjunum og svo eru þau hjúpuð ómótstæðilegu mjólkursúkkulaði. Eins og alltaf þá notum við aðeins lífræna mjólk frá Bíó bú í ísinn okkar. Skúbb-málsháttur fylgir svo hverju eggi,“ segir Jón Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skúbbs.

Skúbb verður opið alla páskana og mun þá einnig bjóða upp á heimsendingu á ís fyrir páskana, ístertum, margrómuðum íssósum og öðrum ísréttum á höfuðborgarsvæðinu en heimsendingin hefur mælst mjög vel fyrir á þessum sérstöku tímum. Þá er Skúbb byrjað að setja vor- og sumarísana sína fram í ísborðið, m.a. frískandi sorbet-tegundir í bland þessa klassísku Skúbb-ísa sem margir þekkja.

„Við byrjuðum á heimsendingunni um miðjan mars og það hefur verið mjög mikið að gera að keyra ís, bragðarefi og ístertur heim til fólks. Við keyrum í raun ís heim til fólks allan daginn en viðskiptavinir ákveða sjálfir í pöntunarferlinu hvenær þeir vilja fá ísinn sendan til sín. Það er frí heimsending ef pantað er yfir 5.000 kr., en annars er heimsendingargjaldið 1.900 kr. Svo eru margir sem panta ís í gegnum heimasíðu okkar og koma svo til okkar og fá ísinn afhentan í búðinni eða fá hann beint út í bíl," segir Jón.

Allar pantanir fara fram í gegnum heimasíðu fyrirtækisins www.skubb.is., en þar má sjá allt úrvalið sem Skúbb býður upp á.


Ljósmynd/Skúbb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert