Svona skreytir þú smekklega fyrir páskana í ár

Páskarnir eru handan við hornið og þá er upplagt að …
Páskarnir eru handan við hornið og þá er upplagt að skreyta smáveigis. mbl.is/Colourbox

Vantar þig innblástur að því hvernig megi skreyta á auðveldan máta og rífa páskastemninguna í hús? Þá ertu á réttum stað. Hér fyrir neðan má finna nokkrar hugmyndir um hvernig við skreytum fyrir páskahátíðina í ár.

Ódýr og skemmtileg lausn er að tína greinar í næsta …
Ódýr og skemmtileg lausn er að tína greinar í næsta göngutúr og spreyja þær í þeim lit sem þú vilt. Síðan má skreyta greinarnar með fjöðrum og öðru páskaskrauti. mbl.is/Pinterest_Therese F.
Fallegur krans skreytir meira en margt annað. Mosi, fjaðrir og …
Fallegur krans skreytir meira en margt annað. Mosi, fjaðrir og egg prýða þennan krans, en í raun er það hugmyndaflugið sem ræður ríkjum. mbl.is/Pinterest_Wildflowers in Autumn
Til að fara auðveldustu leiðina út úr páskaskrautinu í ár …
Til að fara auðveldustu leiðina út úr páskaskrautinu í ár er að finna fram pappakarton í þeim lit sem þú óskar og klippa niður í fjaðrir sem þú límir á trépinna. Eins einfalt og mögulegt er. mbl.is/Pinterest_Bloglovin
Einföld og smekkleg leið tl að skreyta, er með messing …
Einföld og smekkleg leið tl að skreyta, er með messing hring sem þú hengir í loftið, á vegginn eða út í glugga. Nokkrar greinar eða vorleg blóm á kransinn og svo páskaegg eða annað skraut til að setja punktinn yfir i-ið. mbl.is/Pinterest_lyngbyporcelaen.dk
Glervasi með páskagreinum og litlum eggjum í pastellitum er virkilega …
Glervasi með páskagreinum og litlum eggjum í pastellitum er virkilega fallegt að sjá. mbl.is/Pinterest_StoneGable
Mundu eftir gula litnum – hann er svo táknrænn fyrir …
Mundu eftir gula litnum – hann er svo táknrænn fyrir páskana. Blandaðu páskaliljum saman með öðrum blómum í vasa. Það verður allt bjartara með gula litnum. mbl.is/Pinterest_lovelylife.se
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert