Forkunnarfagurt og stílhreint í Sydney

Gluggarnir nýtast vel og allt í eldhúsinu miðast við þá. …
Gluggarnir nýtast vel og allt í eldhúsinu miðast við þá. Eldavélin situr á milli þeirra og háfurinn er sérsmíðaður og sérlega flottur. Gott vinnurými er í eldhúsinu en óvenjulegt er að vaskurinn sé á eyjunni. Það er þó gagngert gert til þess að vinnurýmið eldavélarmegin haldi sér og í raun er þetta mjög gott flæði. Ljósmynd/Fiona Lynch

Þetta eldhús var hannað fyrir þekktan matreiðslumann sem býr í Sydney í Ástralíu. Hönnuðurinn er Fiona Lynch sem þykir með þeim betri í bransanum í dag.

Djörf notkun á lituðum marmara, óvenjuleg form og dirfska einkenna hana en þetta eldhús er svo vel heppnað að leitun er að öðru eins.

Heimasíðu Fionu Lynch er hægt að nálgast HÉR.

Takið eftir borðfótunum sem eru gerðir úr marmara og eru …
Takið eftir borðfótunum sem eru gerðir úr marmara og eru ólíkar því sem almennt tíðkast. Ljósmynd/Fiona Lynch
Grænir og gráir tónar leika hér saman.
Grænir og gráir tónar leika hér saman. Ljósmynd/Fiona Lynch
Wolf-eldavél er krúnudjásnið í eldhúsinu enda er eigandi eldhússins matreiðslumaður.
Wolf-eldavél er krúnudjásnið í eldhúsinu enda er eigandi eldhússins matreiðslumaður. Ljósmynd/Fiona Lynch
Skápaveggurinn er alveg upp á tíu. Svo smekklega hannaður að …
Skápaveggurinn er alveg upp á tíu. Svo smekklega hannaður að hann er nánast ósýnilegur og tekur ekkert frá marmaramiðjunni. Ljósmynd/Fiona Lynch
Grænn marmari er í miklu uppáhaldi hjá Lynch.
Grænn marmari er í miklu uppáhaldi hjá Lynch. Ljósmynd/Fiona Lynch
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert