Leyndardómsfull fortíð Betty Crocker

Við þekkjum hana öll. Brosmild og síbakandi auðveldar hún okkur tilveruna með tilbúnu kökudufti sem einungis þarf að bæta vökva saman við. Með hennar aðstoð getur fólk galdrað fram guðdómlegar veitingar sem lætur það líta út eins og meistarabakara. Það er ekki að ástæðulausu að fólk elskar Betty Crocker.

En hver er þessi Betty? Hvaðan kom hún og hvernig?

Það fyrsta sem þið þurfið að vita er að Betty er ekki alvörumanneskja. Árið 1921 var hveitiframleiðandinn Gold Medal með kaupauka þar sem viðskiptavinir gátu fengið nálapúða í kaupbæti sem leit úr eins og hveitipoki. Viðbrögðin voru mikil og fyrirspurnum um bakstur rigndi yfir fyrirtækið. Það varð úr að móðurfyrirtækið, Washburn Crosby Co, ákvað að skapa persónu sem gæti verið nokkurs konar talsmaður fyrirtækisins. Þar með varð Betty Crocker til þannig að það má með réttu segja að hún fagni 100 ára afmæli á næsta ári.

Eftirnafn Betty var til heiðurs William G. Crocker sem hafði nýlátið af störfum sem forstjóri fyrirtækisins sökum aldurs. Betty-nafnið þótti hins vegar glaðlegt og vinalegt.

Árið 1924 keypti Washburn Crosby útvarpsstöð og matreiðsluskóli Betty Crocker fór í loftið. Áhorfendur gátu hlutstað á Betty gefa góð ráð. NBC endaði á að taka þáttinn yfir og hann varð einn vinsælandi og langlífasti útvarpsþáttur í sögu Bandaríkjanna.

Myndin af Betty er ekki af einni ákveðinni konu heldur er hún soðin saman úr mörgum. Fyrsta myndin af henni var máluð árið 1936 og ákvað málarinn, Neysa McMein, að blanda saman andlitseinkennum kvennanna sem störfuðu í heimilisdeild fyrirtækisins til heiðurs þeim. Í gegnum árin hefur myndin verið uppfærð reglulega í takt við tímann og tískustrauma.

Fyrsta varan frá Betty Crocker var súpa. Hún kom á markað árið 1941 og það var ekki fyrr en 1947 að fyrsta kökumixið kom í verslanir.

Eins skrítið og það kann að virðast þá er Betty ein frægasta kona Bandaríkjanna. Árið 1945 var hún valin næstvaldamesta kona Bandaríkjanna af tímaritinu Fortune. Það var eingöngu forsetafrúin, Eleanor Roosevelt, sem var fyrir ofan hana á listanum.

Árið 2013 voru samþykkt lög í Minnesotaríki sem leyfðu hjónabönd samkynhneigðra. Betty sendi fyrstu þremur pörunum mannhæðarháa brúðartertu. Hún hefur verið öflug í mannréttindabaráttu og áberandi málsvari kvenna og jafnréttis.

Ein vinsælasta matreiðslubók allra tíma er eftir Betty.
Ein vinsælasta matreiðslubók allra tíma er eftir Betty. Ljósmynd/Amazon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert