Óður til nafnlausa pítsustaðarins

Algjörlega geggjuð kartöflupizza með trufflu aioli.
Algjörlega geggjuð kartöflupizza með trufflu aioli. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir

Nafnlausi pítsustaðurinn á Hverfisgötu 12 átti marga aðdáendur og hér gefur að líta dásamlega pítsu sem er innblásin þaðan.

Sjúklega bragðgóð kartöflupítsa með trufflu(ðu) aioli er hinn fullkomni helgarmatur. Þessi er úr smiðju Hildar Rutar, en innblásturinn fékk hún frá pítsustaðnum á Hverfisgötu 12 sem var og hét – og var í miklu uppáhaldi hjá mörgum landsmönnum.

Pítsa með kartöflum og trufflu(ðu) aioli – 12" pítsa

  • 200 g pítsudeig
  • 6-8 kartöflur
  • 3 msk. olífuolía
  • 2 hvítlauksrif
  • 3-4 msk. smjör
  • 6-8 kartöflur
  • 3 skalottlaukar
  • 2 hvítlauksrif
  • rifinn mozzarella
  • 2 msk. steinselja
  • klettasalat
  • truffle aioli frá Stonewall kitchen

Aðferð:

  1. Skerið kartöflurnar í sneiðar. Dreifið þeim á smjörpappírsklædda bökunarplötu.
  2. Hrærið einu pressuðu hvítlauksrifi við olíuna og penslið kartöflurnar með blöndunni. Saltið og piprið kartöflurnar og bakið þær í 20 mínútur við 190°C.
  3. Steikið skalottlaukinn upp úr örlitlu smjöri. Bætið við einu pressuðu hvítlauksrifi og afganginum af smjörinu.
  4. Fletjið deigið út og penslið eða smyrjið það með smjörblöndunni.
  5. Dreifið rifnum mozzarella og raðið kartöflunum ofan á. Dreifið steinseljunni og bakið í 12-15 mínútur við 190°C.
  6. Toppið að lokum pítsuna með klettasalati og truffluaioli.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Klettasalatið setur punktinn yfir i-ið.
Klettasalatið setur punktinn yfir i-ið. mbl.is/Hildur Rut Ingimarsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert