Helgi löðrandi í camembert

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Það er fátt sem toppar þennan brauðrétt frá Ragnari Frey en hér er hann með þriðja brauðréttinn í Helga-þríleiknum og hér erum við að tala um Helga sem er löðrandi í camembert!hlekkur

Konunglegur Helgi Björns  aspasbrauð

Fyrir sex

Fyrir botninn

  • 5 brauðsneiðar
  • 3 msk jómfrúarolía
  • salt, pipar og krydd að eigin vali (t.d. hvítlaukssalt eða sítrónupipar)
  • 4 egg
  • 1 peli af rjóma
  • 100 ml kampavín
  • 5 aspasspjót
  • 1 camembert
  • 2-3 msk rifinn ostur
  • 1 tsk ferskt timían
  • salt og pipar


Aðferðin er ofureinföld. Smyrjið eldfast mót með olíu og saltið og piprið. Kryddið að vild. Ég notaði sítrónupipar. Skerið skorpuna af brauðinu og raðið í mótið.

Brjótið eggin í skál og setjið rauðurnar til hliðar. Þeytið upp hvíturnar. Hrærið svo saman eggjarauðum, rjóma og kampavíni. Bætið hvítunum saman við og blandið varlega saman. Skerið aspasinn í þunnar sneiðar og setjið ofan á brauðið.

Hellið eggja- og kampavínsblöndunni yfir og raðið svo niðursneiddum camembert yfir. Bætið upp með rifnum osti. Skreytið með timían.

Bakið í 180 gráða heitum ofni í 30-45 mínútur þangað til osturinn er gullinbrúnn.

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert