Hversu oft áttu að skipta á rúminu?

Thinkstock

Það gefur augaleið að það er fremur mikilvægur hluti af góðu heimilshaldi að skipta reglulega um rúmföt. Ef maður veltir því fyrir sér þá skiptum við iðulega um föt eftir eitt eða tvö skipti og fæst færum við í sama bolinn oftar en einu sinni.

En hver er þumalputtareglan með rúmföt? Samkvæmt Business Insider framleiðum við tæplega 100 lítra af nætursvita árlega, sem er töluvert. Þessi raki, í bland við húðflögur, skapar ákjósanlegar aðstæður fyrir bakteríur, sveppi, vírusa og ónæmisvalda.

Örverufræðingurinn Philip Tierno sem starfar við New York-háskólann sagði í viðtali við Business Insider að rúmin okkar gætu auðveldlega breyst í gróðrarstíu fyrir alls kyns óværu og því væri nauðsynlegt að þvo rúmfötin reglulega á háum hita og æskilegt að skipta ekki sjaldnar en vikulega.

Þetta fer auðvitað eftir mann- og líkamsgerð. Sumir vilja skipta oftar en aðrir og svo er munur á því hvernig við svitnum á nóttunni, hvert hitastigið er í herberginu og svo framvegis.

En við getum verið sammála um að eigi skuli skipta sjaldnar en vikulega og þar höfum við það.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert