Louis Vuitton opnar veitingastað

Sjáið áferðina og efnisvalið í innréttingunum. Þvílík fegurð.
Sjáið áferðina og efnisvalið í innréttingunum. Þvílík fegurð. mbl.is/Louis Vuitton

Hátískurisinn Louis Vuitton hefur opnað veitingastað og kaffihús í nýrri verslun sinni í Osaka í Japan. Þar eru innréttingar sérhannaðar af hönnunarteymi vörumerkisins.

Sugalabo V er fyrsti veitingastaðurinn sem Louis Vuitton opnar inni í verslun. Staðurinn er á efstu hæð í nýlegri verslun Vuitton í Midosuji – iðandi hverfi í miðri Osaka, þar sem finna má hverja lúxusverslunina á fætur annarri. Það er japanski matreiðslumeistarinn Yosuke Suga sem stýrir ferðinni í eldhúsinu og hefur fengið mikið lof fyrir vel unnin störf þar í landi.

Veitingastaðurinn er hulinn gestum og gangandi þar sem þú þarft að fara í gegnum tignarlegar dyr til að komast inn á staðinn, sem samanstendur af nokkrum súkkulaðibrúnum rýmum þar sem litlum hópum er leyfilegt að borða á kvöldin. Og þeir heppnu geta setið við hátt borð með útsýni inn í opið eldhúsið og fengið þannig innsýn í störf kokkanna.

Gylltar koparpípur sjást víða á veggjum og vinda upp á sig í hillum sem geyma potta og pönnur. Flísarnar eru skrautlegar og víða má sjá stóla skreytta glitrandi steinum. Háar glerhurðir veita síðan aðgang að útiverönd með húsgögnum frá ítalaska framleiðandanum Paolu Lenti.

Sugalabo V - er splúnkunýr veitingastaður hjá tískurisanum Louis Vuitton.
Sugalabo V - er splúnkunýr veitingastaður hjá tískurisanum Louis Vuitton. mbl.is/Louis Vuitton
Með útsýni inn í eldhús! Það væri ekki amalegt að …
Með útsýni inn í eldhús! Það væri ekki amalegt að sitja þarna til borðs. mbl.is/Louis Vuitton
Setustofa á Sugalabo V - tilvalið að tilla sér niður …
Setustofa á Sugalabo V - tilvalið að tilla sér niður hér og taka einn kokteil. mbl.is/Louis Vuitton
Útisvæðið er alveg upp á tíu!
Útisvæðið er alveg upp á tíu! mbl.is/Louis Vuitton
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert