Lúxus-Helgi með skinku og aspas

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson

Helga Björns-þríleikurinn heldur áfram og hér erum við með svokallaðan Lúxus-Helga sem er vel útilátinn og djúsí.

Lúxus Helgi Björns  aspasbrauð

Fyrir sex

Fyrir botninn

  • 5 brauðsneiðar
  • 3 msk jómfrúarolía
  • salt, pipar og krydd að eigin vali (t.d. hvítlaukssalt eða sítrónupipar)
  • 4 egg
  • 1 peli af rjóma
  • 100 ml vökvi af niðursoðnum aspas
  • 1 dós af aspas
  • 3 skinkusneiðar
  • 15 sneiðar af salami
  • 1/2 rauð papríka
  • 1/2 rauður chili
  • salt og pipar
  • handfylli af ljúffegum Västerbottenosti


Aðferðin er ofureinföld. Smyrjið eldfast mót með olíu og saltið og piprið. Kryddið að vild. Ég notaði sítrónupipar. Skerið skorpuna af brauðinu og raðið í mótið.

Hrærið saman egg, rjóma og aspasvökva. Skerið skinku og salami í bita og raðið ofan á brauðið ásamt aspas, niðurskorinni papriku og chili.

Hellið eggjablöndunni yfir og drekkið í osti. Bakið í 180 gráða heitum ofni í 30-45 mínútur þangað til osturinn er gullinbrúnn.

Ljósmynd/Ragnar Freyr Ingvarsson
mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert