Nýtt íslenskt kaffi komið á markað

Ljósmynd/Colourbox

Komið er á markað fyrsta íslenska kaffið sem ræktað er úr byggi. Fyrir þá sem þekkja ekki byggkaffi þá nýtur það mikilla vinsælda á Ítalíu þar sem það er talið hollari valkostur við hefðbundið kaffi. Byggkaffi er koffínlaust og hentar því þeim sem vilja síður innbyrða koffín.

Á Ítalíu kallast byggkaffi caffé d'orzo.

Íslenska byggkaffið er lífrænt og er ristað og malað úr byggi frá Vallanesi. Það er Kaja Organics sem stendur að framleiðslunni en hægt er að kaupa byggkaffið í Melabúðinni, í Heilsuhúsunum og Frú Laugu. Jafnframt verður caffé d'orzo á matseðlinum á Kaffi Kaju á Akranesi.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita ...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Kaja
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert