Gerlausa brauðið sem er að sprengja netið

mbl.is/

Ein er sú uppskrift sem netið heldur ekki vatni yfir og allir og amma þeirra í Ameríku eru að baka þessa dagana í samkomubanni og gersvelti.

Þessi stórkostlega uppskrift kemur úr frægri kanadískri matreiðslubók sem var skrifuð á þeim tíma þegar skortur var mikill og því þurfti fólk að geta bjargað sér — eins og að geta bakað brauð án þess að vera með ger.

Hér leikur hnetusmjör lykilhlutverk og að sögn netverja má það vera gróft og ruddalegt — hvað svo sem það þýðir. Það þarf nákvæmlega enga hæfileika í eldhúsinu til að baka brauðið og eins og sjá má á meðfylgjandi myndbandi er þetta uppskrift sem kettlingur réði við.

Gerlausa hnetusmjörsbrauðið

  • 2 bollar allrahanda hveiti (e. all-purpose)
  • ¼ bolli sykur
  • 4 tsk. lyfiduft
  • ½ tsk. salt
  • 1 ⅓ bolli mjólk
  • ½ bolli hnetusmjör

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 160°C.
  2. Smyrjið brauðform með smjöri eða sambærilegu.
  3. Blandið þurrefnunum saman í stóra skál. Blandið mjólkinni saman við og loks hnetusmjörinu.
  4. Setjið blönduna í formið og bakið í klukkutíma eða þar til tannstöngull/prjónn kemur hreinn út.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is