Hefur þú þrifið straujárnið þitt nýlega?

Hvað er til ráða ef straujárnið er farið að láta …
Hvað er til ráða ef straujárnið er farið að láta á sjá? mbl.is/Colourbox

Það kæmi ekki á óvart að margir lesendur Matarvefjarins væru búnir að dusta rykið af straujárninu og strauja allan þvott í samkomubanninu. En hvað gerum við ef járnið sjálft er farið að láta á sjá?

Við viljum helst ekki vera að strauja nýþvegnar flíkur með óhreinu járni, en til þess að losa öll óhreinindi á sjálfu járninu þá skaltu gera þetta.

  • Leggðu blautan klút á straubrettið og stráðu 1 msk. af salti yfir.
  • Hitið straujárnið á háan hita en slökkvið á gufunni.
  • Strauið yfir salt-klútinn nokkrum sinnum en pressið ekki of fast niður.
  • Eftir nokkrar strokur ætti straujárnið að vera orðið sem nýtt á ný.
Það jafnast ekkert á við nýstraujaðan þvott.
Það jafnast ekkert á við nýstraujaðan þvott. mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert