Svona hefur kórónufaraldurinn áhrif á svefninn

Samkvæmt nýrri rannsókn er fólk að sofa betur á nóttinni …
Samkvæmt nýrri rannsókn er fólk að sofa betur á nóttinni eftir að kórónafaraldurinn reið yfir heiminn. mbl.is/Colourbox

Kórónufaraldurinn hefur skikkað flesta landsmenn til að vinna heiman frá sér. Fyrir suma hefur þessi tími tekið mikið á en aðrir fagna meiri frítíma og samveru með börnunum. En hvernig skyldi svefninn koma inn í þetta?

Það gefur augaleið að við erum ekki lengur að hendast jafn mikið á milli staða, til og frá vinnu, á milli matvöruverslana, íþróttaæfinga og þannig mætti lengi telja. Rannsókn var gerð í King's College í London þar sem 62% af þátttakendum sögðust sofa jafn vel eða betur eftir að kórónuvírusinn tók að herja á heiminn. Og margir þátttakendanna sofa lengur hverja nótt.

Þessar niðurstöður hafa fengið menn til að sperra eyrun. Russel Forster, prófessor við Oxford-háskóla, segir að í hinum hraða heimi í dag fái fólk almennt ekki nægan svefn og því sé þetta áhugaverð breyting. En bættur svefn hefur einnig áhrif á draumana þína. Marga dreymir um krísuna og ástandið í heiminum, og þar sem við sofum lengur og dýpra verða draumarnir líka oft líflegri og við munum þá betur þegar við vöknum.

Kórónukrísan hefur þó þvi miður ekki fært öllum betri svefn og drauma, því þriðji hver sem tók þátt í rannsókninni sagðist sofa minna eða verr en áður. Þá er oft um hræðslu, stress og jafnvel fjárhagsáhyggjur að ræða. En til að slaka betur á fyrir svefninn er gott að hugleiða, drekka te eða reyna að sofna yfir góðri bók. 

mbl.is/Colourbox
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert