Korma-kjúklingur sem klikkar ekki

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Hver elskar ekki uppskriftir sem klikka ekki? Þetta er afar traustvekjandi yfirlýsing hjá okkur hér á matarvefnum enda er það engin önnur en Berglind Guðmunds á GRGS sem á heiðurinn af þessari uppskrift sem er svo einföld að kettlingur gæti eldað hana með bundið fyrir augun ... eða því sem næst.

Korma-kjúklingur

  • 2 msk. olía
  • 1 laukur, saxaður
  • 1/2 krukka Patak's Korma Spice mix
  • 1 dós kókosmjólk, t.d. frá Blue dragon
  • 50 ml vatn
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 tsk. ferskt engifer, rifið
  • 500 g kjúklingur, t.d. frá Rose Poultry
  • 50 ml rjómi
  • 1 tsk. sykur

Aðferð:

  1. Hitið olíu á pönnu. Steikið lauk, hvítlauk og engifer í 30 sekúndur.
  2. Bætið kjúklingi saman við og brúnið.
  3. Bætið kormamaukinu út á pönnunina ásamt vatninu og látið malla við vægan hita í 5 mínútur.
  4. Bætið kókosmjólk, rjóma og sykri saman við og látið malla í 15 mínútur.
  5. Stráið kókosflögum og söxuðu kóríander yfir kjúklinginn.
  6. Berið fram með hrísgrjónum, naan og einföldu salati.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert