Fagna sumrinu með ístertu

Ljósmynd/Skúbb

Ísgerðin Skúbb hefur sett á markað nýja sumar ístertu. „Við ákváðum að fagna sumrinu með því að búa til sérstaka sumar ístertu og setja hana á markað. Þetta er hindberja og lakkrís ísterta með hvítum súkkulaðihjúp og saltkaramellusósu. Það er gaman að prófa að búa til eitthvað nýtt og ferskt. Við erum spennt að sjá hvernig viðskiptavinum okkar líkar ístertan," segir Einar Ingólfsson, framleiðslu- og þróunarstjóri Skúbb.

Skúbb býr til handgerðan ís frá grunni án allra aukaefna. „Við notum aðeins lífræna mjólk frá Bíó Bú. Úrvalið okkar samanstendur af handgerðum ís, íslokum, ís refum, ís sósum, ístertum, smákökum og fleira. Við bjóðum upp á fjölmargar bragðtegundir af mjólkurís,sorbet og vegan ís," segir Einar.

Skúbb byrjaði með heimsendingu á ís fyrir nokkrum vikum síðan og hefur sú nýbreytni mælst vel fyrir. „Heimsendingin er ný þjónusta hjá okkur en einnig er hægt að panta á vefnum og fá afgreitt út í bíl. Svo er alltaf mikil stemmning hjá okkur í búðinni að Laugarásvegi 1 en þar prófum við fyrst allar nýjungar hjá okkur," segir Einar.

Sumar ísterta Skúbb inniheldur:

  • Lífræn mjólk
  • Lífrænn sykur
  • Þrúgusykur
  • Salt
  • Sítrónusýra
  • Hindberjapúra
  • Lakkrís extract
  • Rjómi
  • Hvítt súkkulaði

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Skúbb
Ljósmynd/Skúbb
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert