Fjallkonan og Sæta svínið opna á ný

Myndir frá síðasta sumri þegar glatt var á hjalla í …
Myndir frá síðasta sumri þegar glatt var á hjalla í góðviðrinu.

Þau gleðitíðindi berast úr miðbænum að Sæta svínið og Fjallkonan séu nú með opið daglega frá 12-21. Þess má jafnframt geta að þessir staðir eru með ein bestu útisvæðin þannig að notalegt er að koma sér fyrir undir teppi í byrjun sumarsins og njóta útiverunnar með góðum mat.

Þetta eru góðar fréttir og ljóst að hlutirnir eru hægt og rólega að komast í fyrra horf en báðir staðirnir eru staðsettir í veðurparadísinni á Ingólfstorgi.

Hver man ekki eftir blíðviðrinu í fyrra.
Hver man ekki eftir blíðviðrinu í fyrra.
mbl.is