Heimagerður kryddjurtagarður

Nú er tíminn til að rækta kryddjurtir og eiga nóg …
Nú er tíminn til að rækta kryddjurtir og eiga nóg til af kryddum fyrir komandi sumar. mbl.is/Colourbox

Langar þig til að rækta kryddjurtir og geta alltaf gripið í rósmarín, basiliku eða jafnvel myntu út í kaldan sumardrykk – þá er það mun auðveldara en þig grunar.

Það er annar hver Íslendingur búinn að vera í hálfgerðri hreiðurgerð síðustu vikur og fleiri farnir að færa sig út á pallinn eða svalirnar - hreinsa aðeins til þar líka. Hér sýnum við ykkur hvernig má útfæra ofur einfaldan kryddjurtargarð á innan við klukkutíma, og hann tekur ekki mikið gólfpláss. Eina sem þú þarft er vörubretti og málning ef þú vilt ganga skrefinu lengra.

Svona býrðu til kryddjurtargarð

  • 1 vörubretti
  • Gróðurdúk eða striga
  • Heftibyssu

Aðferð:

  1. Skoðaðu vörubrettið sem þú ert með og athugaðu hvort að þú þurfir að fjarlægja fleiri spýtur af til að kryddjurtirnar nái að vaxa upp.
  2. Þegar þú ert sátt/ur með brettið, skaltu klæða það að innan með gróðurdúk eða striga þar sem þú ætlar að planta kryddjurtunum. Festið með heftibyssu.
  3. Ef þú ert að nota mjög þykkan dúk, skaltu búa til lítil göt í dúkinn þannig að vatn nái að leka niður. Passaðu bara að götin sé ekki það stór að moldin fari að leka með.
  4. Setjið mold í hvert „box“ og plantaðu kryddjurtum ofan í.
  5. Þú getur einnig málað vörubrettið í hressandi lit ef þú óskar.
Hér hefur verið málað með krítarmálningu til að merkja hvaða …
Hér hefur verið málað með krítarmálningu til að merkja hvaða kryddjurtir eru til staðar. mbl.is/Pinterest
mbl.is/Pinterest
mbl.is