Nýjustu græjurnar í eldhúsið frá HAY

Einföld og smekkleg uppþvottagrind frá HAY, og ein af nýjungum …
Einföld og smekkleg uppþvottagrind frá HAY, og ein af nýjungum frá fyrirtækinu. mbl.is/HAY

Hér ber að líta á nýjustu freistingarnar í eldhúsið frá HAY – sem þekktir eru fyrir smekklega hönnun í frískandi litum.

Með sumarið í rassvasanum er tilefni til að skipta út nýjum viskastykkjum eða kaupa nýjar diskamottur fyrir eldhúsið - eins og við sjáum í nýjunum frá HAY. Eins erum við skotin í nýja „to-go“ kaffibollanum, en hann er framleiddur úr ryðfríu stáli með litríku plastloki. Fullkominn ferðafélagi í sumar.

Skurðarbretti undir marglitaðar ostaveislur, tauservíettur og móðins uppþvottagrind fyrir þá sem elska slakandi uppvask í höndum eru einnig á meðal nýjunga frá HAY. En við leyfum myndunum að tala sínu máli hér fyrir neðan.

Litrík fjölnota kaffikrús sem heldur bæði heitu og köldu.
Litrík fjölnota kaffikrús sem heldur bæði heitu og köldu. mbl.is/HAY
Nýtt viðar skurðarbretti með ávölum línum - einfalt og smekklegt.
Nýtt viðar skurðarbretti með ávölum línum - einfalt og smekklegt. mbl.is/HAY
Diskamottur í stórum stíl er nýtt frá HAY.
Diskamottur í stórum stíl er nýtt frá HAY. mbl.is/HAY
Fjölnota burðarpoki í nýjum lit. En þessir eru með þeim …
Fjölnota burðarpoki í nýjum lit. En þessir eru með þeim bestu sem við höfum prófað. mbl.is/HAY
Textíl munnþurrkur með bróederuðum kanti í ýmsum litum.
Textíl munnþurrkur með bróederuðum kanti í ýmsum litum. mbl.is/HAY
mbl.is