Pítsa í Hveragerði veldur uppnámi

mbl.is/Facebook

Til eru óskrifaðar reglur um hvað má og hvað má ekki setja á pítsur en nú virðast allar reglur hafa verið brotnar.

Við erum að tala um tilraunaeldhús Ölverks í Hveragerði þar sem boðið er upp á frekar frábærar pítsur en pítsan sem er á pop-up matseðli helgarinnar hefur vakið sterk viðbrögð.

Um er að ræða pítsu þar sem kíví ávöxturinn leikur aðalhlutverkið og að sögn Ölverksverja sprengdi pítsan óvænt alla skala sem er ástæðan fyrir því að hún komst tímabundið á matseðilinn. Þó sé aldrei að vita hvort pítsan rati inn á sumarseðilinn. Á pítsunni er hvít sósa, ostur, brie, skinka, kókos flögur, rjómaostur og kiwi.

Það er því ljóst að matgæðingar og pítsuáhugafólk verða að gera sér ferð austur fyrir fjall til að smakka þessa pítsu.

Facebook-síða Ölverks.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert