Vinsælasti kaffidrykkurinn í fullorðinsútgáfu

Frábærlega gott ískaffi á innan við 10 mínútum.
Frábærlega gott ískaffi á innan við 10 mínútum. mbl.is/Colourbox

Heimsbyggðin er óð í ískaffi þessa dagana og hér kemur enn ein uppskriftin sem er með fullorðinstvisti...

Hér er um syndsamlega góða útgáfu af ískaffi að ræða – og það með tvisti! Ef þú elskar vorið og sumarið, þá muntu elska þessa útgáfu af kaffibollanum sem tekur innan við 10 mínútur að útbúa. Í þessari uppskrift er nefnilega notast við pressukönnu, sem gerir ískaffið enn meira kremkennt og létt í sér.

Syndsamlega gott ískaffi

  • 8 ísmolar
  • 750 ml mjólk
  • 75 g flórsykur
  • 15 g instant kaffi, t.d. Nescafe
  • 3 cl af rommi  (eða Baileys)

Annað:

  • 8 ísmolar
  • 1 msk. rjómi

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin saman í blandara og blandið þar til kremkennt og jafnt í sér.
  2. Hellið í pressukönnu og berið fram.
  3. Setjið jafnvel auka ísmola í kaffibollana áður en þú setur 1 msk. af rjóma út í .
  4. Drekkið með skrautlegu röri.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert