Brauð&Co bakar bleika brjóstasnúða

Ljósmynd/Aðsend

Sætabrauðs-unnendur geta stillt klukkuna því á morgun hefja Brauð&Co sölu á sérstökum hindberjasnúðum eða brjóstasnúðum eins og þeir eru kallaðir.

Þetta er þriðja árið í röð sem Brauð&Co selur þessa snúða en allur ágóði af sölu þeirra rennur óskiptur til styrktarfélagsins Göngum Saman sem styrkir grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini.

„Við hjá Göngum saman eru virkilega þakklát fyrir ómetanlega stuðning Brauð&Co. Göngum saman hefur veitt 100 milljónir í styrki til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og hefur stuðningur Brauð&Co verið okkur mikils virði. Styrktrarfélagið Göngum saman hefur það að markmiði að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini en þær eru undirstaða þess að lækning finnist," sagði Gunnhildur Óskarsdóttir, formaður Göngum saman.

Snúðarnir eru einstaklega fallegir og ljúffengir og verða til sölu í öllum bakaríum Brauð&Co dagana 4-10.maí.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

Svo megið þið endilega tagga okkur á Instagram þegar þið eruð að elda eitthvað spennandi @matur.a.mbl

Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert