Kaffihús með litasamsetninguna á hreinu

Sjáið hversu skemmtileg litasamsetningin er á þessu kaffihúsi.
Sjáið hversu skemmtileg litasamsetningin er á þessu kaffihúsi. mbl.is/Félix Michaud

Litir geta verið vafasamir að nota þegar þeir tóna ekki rétt saman. En þegar samsetningin er eins nálægt því að vera fullkomin – þá fáum við stjörnur í augun. Í Montreal er kaffihús og listasmiðja undir sama þaki, og til að aðgreina hvort frá öðru voru sérfræðingar frá Appareil Architecture fengnir til að leysa málið. Sem þeir gerðu á snilldar máta!

Pastel Rita heitir staðurinn og er um 139 fermetrar að stærð. Hér er að finna kaffihús, litla verslun og listasmiðju sem bera litina grænan, bleikan og gylltan. Ljóst línóleum er á gólfi og stórir gluggar sem binda svæðin saman. Gylltur gangur liggur í gegnum miðju staðarins sem skilur að dökk græna kaffihúsasvæðið.

Bogadregnir bleikir veggir leiða þig inn að litlum gangi með hillum þar sem vörur hannaðar af listamönnum á samliggjandi verkstæði, og eru vörurnar til sölu. Aftar í rýminu eru fleiri sæti fyrir gesti þar sem við sjáum bleikt frá toppi til táar – allt í rósarbleikum litatónum. Meira segja baðherbergið er málað í einum lit, og það í rauðu – með neon ljósi fyrir ofan klósettið sjálft sem á stendur „artsy fartsy“.

Stórir gluggar á öllum hliðum tengja rýmin saman.
Stórir gluggar á öllum hliðum tengja rýmin saman. mbl.is/Félix Michaud
Gylltur gangur með hillum sem geyma vörur til sölu.
Gylltur gangur með hillum sem geyma vörur til sölu. mbl.is/Félix Michaud
mbl.is/Félix Michaud
Bleikt frá toppi til táar!
Bleikt frá toppi til táar! mbl.is/Félix Michaud
Baðherbergið á staðnum prýðir rauðan lit.
Baðherbergið á staðnum prýðir rauðan lit. mbl.is/Félix Michaud
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert