Kjúklingarétturinn sem smellpassar við öll tilefni

Ljósmynd/Linda Ben

Þessi kjúklingaréttur er vel kryddaður og bragðmikill og smellpassar með svalandi raita-sósunni. Það er Linda Ben sem á heiðurinn af uppskriftinni, sem ætti að slá í gegn á flestum heimilum enda einföld og einstaklega bragðgóð.

Kjúklingabringur í jógúrtmarineringu með raita-sósu

  • 200 ml grísk jógúrt frá Örnu mjólkurvörum
  • 1 tsk. kummín
  • 1 tsk. chili-krydd
  • 1 tsk. paprika
  • 2 hvítlauksgeirar
  • safi úr ½ sítrónu
  • salt og pipar
  • 4 kjúklingabringur

Raita-sósa

  • 300 ml grísk jógúrt frá Örnu mjólkurvörum
  • 1 lítið avókadó
  • ½ agúrka mjög smátt söxuð
  • 1 dl ferskt kóríander smátt saxað
  • ¼ tsk. kummínkrydd
  • safi úr ¼-½ sítrónu
  • salt og pipar eftir smekk

Gott að bera fram með hýðishrísgrjónum og fersku salati.

Aðferð:

  1. Byrjið á því að útbúa marineringuna fyrir kjúklinginn. Setjið grískt jógúrt í skál ásamt kryddunum, pressið hvítlauksrifin með hvítlaukspressu út í skálina, kreistið safann úr ½ sítrónu út í og blandið öllu saman, smakkið til með salti og pipar.
  2. Setjið kjúklingabringurnar út í jógúrtmarineringuna og látið marinerast í a.m.k. 3-4 klst.
  3. Byrjið að sjóða hrísgrjónin áður en farið er að grilla.
  4. Grillið bringurnar á heitu grilli þar til þær eru eldaðar í gegn, u.þ.b. 15-20 mínútur, snúið þeim reglulega á meðan þær eru á grillinu.
  5. Sósan er útbúin með því að mauka avókadóið í skál, setja grískt jógúrt út í skálina og hræra saman.
  6. Skerið agúrkuna mjög smátt niður og kóríanderið. Setjið út í skálina ásamt kummínkryddi og kreistið smá sítrónusafa út í, smakkið til með salti og pipar.
  7. Berið fram með fersku salati.
Ljósmynd/Linda Ben
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert