Ekta frönsk kaka með marengs og sítrónukremi

Hér er uppskrift að hinni einu sönnu sítrónutertu með marenge …
Hér er uppskrift að hinni einu sönnu sítrónutertu með marenge á toppnum. mbl.is/Colourbox

Hér færðu uppskrift að sítrónutertu eins og hún gerist best. Þessi franska bomba er með marengs sem gerir kökuna ómótstæðilega á alla kanta.

Ekta frönsk bomba með marengs og sítrónukremi

Botn

  • 50 g grahamsmjöl
  • 125 g hveiti
  • Salt á hnífsoddi
  • 1 msk. sykur
  • 75 g kalt smjör
  • 3 msk. mjólk

Sítrónukrem

  • Rifinn börkur af 2 sítrónum
  • Safi úr 2 sítrónum (1 dl)
  • 1½ msk hveiti
  • 125 g flórsykur
  • 1 dl mjólk
  • 3 heil egg
  • 3 eggjarauður
  • 50 smjör

Marengs

  • 3 eggjahvítur
  • 150 g sykur
  • 1 tsk sítrónusafi

Aðferð:

Botn:

  1. Blandið báðum hveitunum saman í skál, ásamt salti og sykri.
  2. Skerið smjörið í skífur og smuldrið því í deigið. Bætið mjólk út í og hnoðið vel saman.
  3. Klappið deigið flatt saman og pakkið inn í plastfilmu. Setjið inn í ísskáp í 30 mínútur.
  4. Rúllið deiginu út í sirka 30 cm hring, á hveitilagt borð. Og leggið deigið í tertuform, 26 cm. Passið að deigið nái að fara upp fyrir alla kanta og skerið afganginn frá. Stingið í deigið með gaffli og setjið í kæli í 30 mínútur.
  5. Bakið botninn á 200°C í 20 mínútur. Takið formið úr ofninum og látið alveg kólna.

Sítrónukrem:

  1. Pískið saman í potti raspaðan sítrónubörk, sítrónusafa, hveiti, flórsykur, mjólk, egg og eggjarauður. Blandið vel saman og hitið upp að suðu. Skerið smjör í litla teninga og pískið það í kremið.
  2. Hellið deiginu á tertubotninn og setjið í kæli.

Marengs:

  1. Pískið eggjahvíturnar þar til léttar og loftkenndar.
  2. Bætið 4 msk. af sykri og sítrónusafa saman við og pískið áfram þar til eggjahvíturnar eru alveg stífar. Setjið restina af sykrinum út í með skeið og hrærið í. 
  3. Setjið marengs blönduna í sprautupoka með stórum stjörnulaga stút, og sprautið litla toppa á kökuna.
  4. Bakið í ofni við 250°C í 10 mínútur, þar til marengsinn er orðinn gylltur á lit.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert