Heimatilbúin húðblanda sem er algjört undur

Það er full ástæða til að bera á sig kókosolíu …
Það er full ástæða til að bera á sig kókosolíu og viðhalda gljáa húðarinnar. mbl.is/Colourbox

Við vitum hversu nauðsynlegt það er að þrífa húðina vel af öllum óhreinindum. Og þú ert mögulega með það besta fyrir húðina, geymt upp í eldhússkáp.

Til að húðin fái að glóa og sína sitt besta, þá verðum við að hugsa vel um hana. Andlitsmaskar geta oft á tíðum verið dýrir og óþarfi að spreða alltaf í slíkt þegar við höfum besta hráefnið beint fyrir framan okkur – kókosolíuna. Olían er nefnilega algjört undur og 100% náttúruleg. Hún styrkir bandvef húðarinnar og mýkir fíngerðar hrukkur.

Blandaðu saman kókosolíu og sykri og nuddaðu húðina upp úr blöndunni sem mun fjarlægja dauðar húðfrumur eins og hver annar búðarkeyptur maski. Þetta mun koma þér verulega á óvart. 

mbl.is/Colourbox
mbl.is