Bollurnar sem þarf ekki að hnoða

Við sláum ekki hendinni á móti nýbökuðum bollum með graskerskjörnum.
Við sláum ekki hendinni á móti nýbökuðum bollum með graskerskjörnum. mbl.is/Colourbox

Þessi bolluuppskrift er sú allra besta – og smakkast svo vel með smjöri einu saman. Hér þarftu ekkert að hnoða tímunum saman því deigið á að vera klístrað og létt.

Bollurnar sem þarf ekki að hnoða (ca. 12 stk)

  • 5,5 dl volgt vatn
  • 15 g ger
  • 4 dl haframjöl
  • 2 msk. súrmjólk eða skyr
  • 1 tsk. salt
  • 1 msk. hunang
  • 1 dl graskerskjarnar
  • 200 g heilhveiti
  • 200 g grahamsmjöl
  • 100 g hveiti

Aðferð:

  1. Leysið gerið upp í vatninu. Bætið haframjöli og súrmjólk út í og látið standa í 10 mínútur.
  2. Bætið salti, hunangi og graskerskjörnum í skálina.
  3. Blandið þremur hveititegundunum saman og hellið því smátt og smátt út í deigið á meðan þú hrærir í með skeið. Hrærið þar til deigið verður að einum massa. Deigið á að vera pínu klístrað og blautt. Leggið hreint viskastykki yfir skálina og látið hefast í 2 tíma við stofuhita.
  4. Þegar deigið hefur náð að hefast að mestu, kveikið þá á ofninum á 250° og látið eina bökunarplötu standa í á meðan deigið klárar að hefa sig.
  5. Notið blautar skeiðar til að setja deig/bollur á bökunarpappír og dragið svo pappírinn yfir á heitu plötuna.
  6. Stráið jafnvel smáveigis af graskerskjörnum yfir og bakið neðst í ofni í 14-16 mínútur þar til gylltar og stökkar ef þú bankar létt í þær.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert