Hugmyndin sem gæti bjargað íslenska veitingageiranum

Ljósmynd/Mediamatic ETEN

Hollenski veitingastaðurinn Mediamatic ETEN hefur tekið í notkun fjölda smágarðyrkjuhýsa sem nýtast á útisvæðum staðarins og tryggja að fólk geti setið öruggri fjarlægð frá samborgurum sínum.

Þetta þykir afskaplega snjöll lausn í baráttunni við kórónuveiruna er hérlendis myndi þetta þýða að veitingageirinn gæti þrifist allan ársins hring utandyra og gestir gætu notið þess að sitja úti sama hvernig viðrar.

Getið þið ímyndað ykkur að sitja í smágarðhýsi á Austurvelli og fylgjast með þegar Osóartréð er tendrað? eða í fallegu sumarveðri þegar það er engu að síður skítkalt.

Við hér á matarvefnum spáum því að minnsta kosti að hver sá sem hefur innfluttning á þessari snilld muni hafa efni á að kaupa sér átta sílindra heitan pott með innbyggðu diskóteki í lok sumars.

Ljósmynd/Mediamatic ETEN
Ljósmynd/Mediamatic ETEN
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert