Nýtt Tromp frá Nóa Síríus

Það er súkkulaðiveisla framundan ef marka má allar þær stórkostlegu nýjungar sem eru á leið í verslanir þessa dagana og nýjasta gleðisprengjan frá Nóa Sírús er sumar Tromp.

„Við ætlum að taka sumarið með Trompi sem okkur þykja jákvæð og skemmtileg skilaboð þar sem allir ætla að njóta og ferðast innanlands í ár!" segir Helga Beck, markaðsstjóri Nóa Síríuss um nýja Trompið.

„Það hefur verið nóg að gera hjá okkur undanfarna daga við að kynna nýju sumarvörurnar. Við reynum yfirleitt að setja á markað eitt súkkulaðistykki í sumarbúningi á hverju ári. Í fyrra var það Sumarsett sem var skemmtilega öðruvísi útgáfa af Eitt Sett og sló í gegn. Tromp súkkulaðið okkar á afar dyggan aðdáendahóp og því fannst okkur tilvalið að prufa að þróa það áfram og úr varð Sumar Tromp! Við erum ótrúlega ánægð með útkomuna en þetta er Tromp með jarðarberjabragði í gulum og sumarlegum umbúðum. Eitthvað sem má alls ekki missa af!

Helga Beck, markaðsstóri Nóa Síríus.
Helga Beck, markaðsstóri Nóa Síríus. Eggert Jóhannesson
mbl.is