Bragðmikið bolognese með pestó

Afar ljúffeng uppskrift að ekta bolognese.
Afar ljúffeng uppskrift að ekta bolognese. mbl.is/Snorri Guðmundsson

Hann Snorri hjá Matur og myndir, veit alveg hvað hann er að gera í eldhúsinu. Hér gefur hann okkur uppskrift að bragðmiklu bolognese sem er með því ljúffengara miðað við önnur sambærileg.

Snorri mælir með að nota Roasted pepper pesto´ið  frá Sacla og Mezzi Paccheri pasta (stórir hringir, fæst í Hagkaup).

Bragðmikið bolognese með pestó (fyrir 4)

  • 500 g nautahakk
  • 1 laukur, saxaður
  • 1 hvítlauksrif, saxað
  • 1 teningur, grísakraftur
  • 1 lítil krukka rautt pesto (t.d. Sacla – Roasted pepper)
  • 2 msk. tómatpúrra
  • 50 g rifinn ostur
  • 15 g parmesan-ostur
  • 1-2 ml chili flögur
  • Basilika
  • 250 g gott pasta (t.d. mezzi paccheri)

Aðferð:

  1. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum en geymið um 150 ml af pastavatni áður en því er hellt frá.
  2. Hitið 1 msk. olíu á pönnu við miðlungshita og steikið laukinn þar til glær og mjúkur.
  3. Hækkið hitann ögn og bætið hakki út á pönnuna. Steikið hakkið þar til brúnt og bætið þá hvítlauk út á og steikið í 1-2 mín. til viðbótar.
  4. Bætið krafti, tómatpúrru, chili-flögum og krukku af rauðu pestó út á pönnuna og lækkið hitann ögn. Látið malla undir loki í 15 mín.
  5. Bætið við pastavatni, 1 msk. í einu, út í kjötsósuna og hrærið vel þar til kjötsósan er orðin nægilega blaut og búin að þykkjast svolítið (ath. við viljum ekki hafa fljótandi sósu). Sirka 100-150 ml.
  6. Rífið parmesan og hrærið saman við kjötsósuna ásamt mozzarella-osti. Saxið basil og stráið yfir.
  7. Berið fram með hvítlauksbrauði og/eða fersku salati.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert